Kristín Margrét Jóhannsdóttir dósent og aðstoðarprófessor við Háskólann á Akureyri hefur sest í ritnefnd Súlna. Kristín er málvísindamaður, m.a. með BA próf í íslensku (1992) og Meistaragráðu í málfræði (1996) frá Háskóla Íslands og er doktor í málvísindum frá University of British Columbia (2011). Kristín Margrét hefur verið hjá HA síðan 2013. Þetta er augljóslega mikill happafengur fyrir félagið. Stjórn félagsins býður Kristínu Margréti velkomna til starfa og þakkar fyrirfram kærlega fyrir komandi starf og framlag hennar í þágu félagsins.
Kristín Margrét Jóhannsdóttir, dósent við HA
Comentários