top of page

Lög félagsins

Heim | Lög félagsins

Lög Sögufélags Eyfirðinga

Lögin tóku gildi á stofnfundi 27. júní 1971. Breytt á aðalfundi 3. maí 2023.

 

1. grein

Félagið heitir Sögufélag Eyfirðinga. Heimili þess og varnarþing er á Akureyri.

 

2. grein

Tilgangur félagsins er: Að safna, skipuleggja og skrá alhliða eyfirsk fræði og vinna að útgáfu þeirra[, m.a. með því að gefa út tímaritið Súlur og önnur heimildarrit].[1]

 

3. grein

[Aðalfundur skal haldinn eigi síðar en í júnímánuði ár hvert.  Hann skal boðaður með viku fyrirvara.  Dagskrá skal fylgja fundarboðinu og skal hún vera þessi:
 

Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
3. Lagabreytingar
4. Kjör stjórnar og annarra trúnaðarmanna
5. Önnur mál.][2]

 

4. grein

[Stjórn félagsins er skipuð fimm mönnum og tveimur til vara, sem árlega eru kosnir á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér störfum. Á aðalfundi félagsins skal kjósa skoðunarmann reikninga.][3]

 

5. grein

[Allir geta orðið félagsmenn. Árgjald er ákveðið árlega á aðalfundi en tímarit félagsins er innifalið í því. Auk þess eiga félagsmenn rétt á að kaupa útgáfubækur félagsins á heildsöluverði.][4]

 

6. grein

Á aðalfundi getur einfaldur meirihluti breytt lögum þessum, svo fremi að breytingatillagna hafi verið getið í fundarboðinu.

 

7. grein

Leggist félagið niður skulu eignir þess falla til Héraðsskjalasafnsins á Akureyri.

 

[Lögin voru][5] samþykkt á stofnfundi 27. júní 1971.

 

[1] Breytt á aðalfundi 3. maí 2023.

[2] Breytt á aðalfundi 3. maí 2023.

[3] Breytt á aðalfundi 3. maí 2023.

[4] Breytt á aðalfundi 3. maí 2023.

[5] Breytt á aðalfundi 3. maí 2023.

bottom of page