top of page

Súlur

Súlur er bæjarfjall Akureyrar. Á fjallinu er ekki bara einn tindur heldur tveir,  sem eru reyndar næstum jafnháir. Ytri-Súla rís upp um 1200 metra en Syðri-Súlan nær upp í 1213 metra yfir sjávarmáli.  Ofarlega í fjallinu eða í um 1000 metra hæð eru ljós berglög og mynda þau ljósa flekki í fjallshlíðunum.  Slíkt berg ber nafn með rentu og er nefnt ljósgrýti en alþjóðlega heitið,  líparít,  er oft notað.  Ljósgrýtið er merki um að hér hefur verið mjög stór eldstöð eða megineldstöð.   Flest fjöllin í Glerárdal eru hluti af þessari megineldstöð,  sem kennd er við Öxnadal,  og eru allt að 7-10 milljón ára gömul.     

Mynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Súlur Mynd  Arnór Bliki Hallmundsson.jpg
bottom of page